144. löggjafarþing — 56. fundur,  26. jan. 2015.

ríkisframlag til Helguvíkurhafnar.

440. mál
[16:41]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Forseti. Ég vildi með orðum mínum hér leggja áherslu á það hvað mér finnast það einkennileg vinnubrögð að fella þá breytingartillögu sem lögð var fram, þar sem hv. þm. Oddný Harðardóttir var fyrsti flutningsmaður, held ég, eða minni hlutinn í fjárlaganefnd, með þeim orðum að það eigi að leggja fram frumvarp á þessu ári um einmitt sömu hluti. En þá hafði stjórnarmeirihlutinn ekki vit á því að eiga þá peninga á fjárlögum til að byrja framkvæmdir núna á árinu, þá ætla þeir væntanlega að setja þetta í fjáraukalög. Þetta er ekki rétt meðferð á lögum um fjárreiður ríkisins vegna þess að ef þeir fá það frumvarp samþykkt (Forseti hringir.) er ekkert fyrirséð um að það eigi að eyða peningum eða nota peninga til að byggja upp í Helguvík.