144. löggjafarþing — 56. fundur,  26. jan. 2015.

ríkisframlag til Helguvíkurhafnar.

440. mál
[16:43]
Horfa

Hjálmar Bogi Hafliðason (F):

Herra forseti. Ég ætla ekki að gera lítið úr vanda Suðurnesjamanna, síður en svo. En ég held að hér sé svolítið að koma í ljós sá vandi sem menn reyndar sáu kannski fyrir en vildu ekki ræða, að í Helguvík, vegna þess að við erum í samanburði við Bakka á Húsavík, byrjuðu menn á öfugum enda. Ég held að það sé svolítið að koma í ljós núna að menn byrjuðu á vitlausum stað. Og ég tek aftur fram að ég ætla ekki að gera lítið úr þeim vanda sem Suðurnesjamenn eru í eins og hv. þm. Oddný G. Harðardóttir fjallaði um. En ég vil koma því að hér að mér finnst óskynsamlegt að setja fyrirspurnina fram með þeim hætti hvort Helguvík fái sams konar fyrirgreiðslu og gert var á Bakka. Spurningin ætti kannski frekar að vera hvort menn ætli yfir höfuð að gera eitthvað í Helguvík eða ekki.