144. löggjafarþing — 57. fundur,  27. jan. 2015.

störf þingsins.

[13:57]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill af þessu tilefni taka undir orð hv. þingmanns, telur að hv. þingmaður hafi hreyft hér mjög áhugaverðu máli. Það er sjálfsagt mál að þingið gæti að því með hvaða hætti hægt sé að auðvelda börnum utan höfuðborgarsvæðisins að njóta þeirrar þjónustu sem Skólaþingið sannarlega býður upp á. Forseti mun þess vegna taka þessi mál upp á fundi forsætisnefndar til að leita leiða til að bæta úr því sem hv. þingmaður benti svo réttilega á.