144. löggjafarþing — 57. fundur,  27. jan. 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[16:07]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Það sem er svolítið sérkennilegt við þetta ferli allt er að fyrst var tekin ákvörðun um að flytja Fiskistofu og síðan er þetta frumvarp lagt fram og það á náttúrlega eftir að fá Alþingi til þess að samþykkja það. Í frumvarpinu eru atriði sem mér finnst mjög ólíklegt að þingmenn meiri hlutans samþykki, og ég bara trúi því ekki upp á þá, og mér þætti skrýtið ef t.d. Sjálfstæðisflokkurinn mundi gera það.

Hvert er álit hv. þingmanns á því að koma með lagabreytingar inn á Alþingi eftir á, eftir að skaðinn er í raun og veru skeður? Hefði verið eðlilegra að leggja t.d. frumvarpið fram fyrst og síðan athuga hvort væri tilefni til að flytja Fiskistofu?