144. löggjafarþing — 57. fundur,  27. jan. 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[16:10]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Allt sem hefur komið fram í svari hv. þingmanns gefur manni einmitt tilefni til þess að staldra við og vera mjög áhyggjufullur ef það verður svo að þetta ákvæði verður að lögum. Hvernig ætli það sé fyrir alla þá fjöldamörgu starfsmenn sem vinna í stofnunum á höfuðborgarsvæðinu að vita að það sé í raun og veru bara undir duttlungum ráðherra komið hvort viðkomandi stofnun verði færð út á Kópasker, Akureyri eða í Grímsey? Maður skilur ekki alveg hvað liggur hér að baki. Mig langar að vita hvort hv. þingmaður skilji það betur en ég, ég skil ekki hvað er í gangi því mér finnst þetta svo ofboðslega órökrétt og ófaglegt.