144. löggjafarþing — 57. fundur,  27. jan. 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[17:16]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (andsvar):

Herra forseti. Ég velti því líka fyrir mér hvort verið sé að efla ráðuneytin. Nú kom fram í hagræðingarhópnum á síðasta ári og ekki síst hjá mörgum þingmönnum stjórnarliðsins að opinbera kerfið og embættismannakerfið væri að sliga allt hér á Íslandi, að gera þyrfti að því gangskör að fækka embættismönnum mikið, sem væru nánast afætur. En mér sýnist að í þessu sé jafnvel verið að stækka kerfið. Ég skil það kannski ekki alveg rétt, ég hef ekki alveg reynslu eða þekkingu á því en maður gæti alveg haldið að það ætti að fara að gera það.

Eins og hv. þingmaður nefnir með þessa fyrirspurn frá hv. þm. Birni Val Gíslasyni þá stingur það svolítið í stúf og kemur á óvart að ekki eigi að fara að flytja neinar stofnanir út á land miðað við það sem kemur fram í þessu frumvarpi.