144. löggjafarþing — 57. fundur,  27. jan. 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[17:28]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er alveg sammála hv. þingmanni en það verður líka kannski að horfa á þetta út frá mörgum sjónarhornum. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og í skýrslu þingmannanefndarinnar sem vann úr þeirri skýrslu er einmitt fjallað um stjórnsýsluna og mikilvægi þess að hafa formfestu og aga, virka ferla og mótaða fyrir fram ferla fyrir þjóð sem er fámenn. Í rauninni er öguð stjórnsýsla og formfesta mun mikilvægari fyrir fámennari þjóðir en fjölmennari, einmitt vegna þess að þar þekkjast menn vel og þar er kunningjasamfélag o.s.frv.

Ég er þeirrar skoðunar að með þeirri breytingu sem við erum að tala um sé verið að taka formfestuna út og auka á lausung. Ég vil spyrja hv. þingmann hvort hann sé sammála mér í því.