144. löggjafarþing — 57. fundur,  27. jan. 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[17:30]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (andsvar):

Herra forseti. Já, ég er alveg sammála hv. þingmanni um það. Ég tók sem dæmi í andsvarinu áðan með Landhelgisgæsluna, sem mér finnst akkúrat rétta ferlið í málinu, að lögð var fram þingsályktunartillaga um að Alþingi skoðaði það að færa Landhelgisgæsluna á Suðurnesin. Síðan á sú þingsályktunartillaga að fá efnislega umræðu í þinginu og í nefndum og svo er tekin ákvörðun um það á þingi, eftir að búið er að skoða mjög vandlega hvort þetta henti, hvort þetta sé betra eða ekki. Þannig hefði ég viljað sjá ferlið með t.d. flutning Fiskistofu, að það hefði verið rætt hér á þingi hvort flutningurinn væri hagstæður.

Við eigum ekki að taka svona gerræðislegar ákvarðanir. Þessi grein kallar á það að ráðherrar misbeiti valdi sínu, kallar jafnvel á spillingu og sundrung í samfélaginu sem er ekki gott, við þurfum ekkert á því að halda.