144. löggjafarþing — 57. fundur,  27. jan. 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[18:11]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurninguna.

Nú er ég ekki með greinargerð með þingsályktunartillögunni hér fyrir framan mig, en í henni er vitnað í svipuð ráð í öðrum löndum og vitnað til reynslu þeirra sem er talin góð. Ég get því ekki annað sagt en að ég hafi trú á því. Ég tel mikilvægt fyrir okkur að hafa slíkt ráð og við eigum að horfa til annarra landa, reynslu þeirra og hvernig slíkt ráð hefur virkað. Ég er tilbúin til að taka þessa umræðu þegar að því kemur að flytja þingsályktunartillöguna, þá verð ég með greinargerðina fyrir framan mig. En fyrst og síðast er ég meðflutningsmaður á þeirri þingsályktunartillögu og ég tala fyrir henni. Ég tel að slíkt ráð muni hafa góð áhrif á stjórnsýsluna og yfir höfuð á ákvörðunartöku á vegum ríkisins.