144. löggjafarþing — 57. fundur,  27. jan. 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[18:34]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nei, ég held að það séu alls engin rök í málinu að fáum málum hafi verið beint til nefndar sem á að fjalla um siðferðileg málefni, sem betur fer segi ég nú bara. En vegna eðlis þeirra mála sem slík nefnd hlýtur að eiga að fjalla um hljótum við að vilja hafa hana starfandi á hverjum tíma. Ef eitthvað kemur upp þá þarf ekki að fara í að búa til vettvang heldur liggur hann klár fyrir og málið getur farið í sinn farveg og fengið umfjöllun í þeirri nefnd hvernig svo sem það er vaxið, að farvegurinn sé til staðar. Ég endurtek því að það eru alls engin rök fyrir því að slík nefnd sé ekki starfandi að málin séu fá.