144. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2015.

stefna ríkisstjórnarinnar um afnám gjaldeyrishafta.

[10:44]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir að staðfesta það hér að hann telur að ekki sé hægt að tryggja stöðu heimilanna við afnám hafta öndvert því sem forsætisráðherra hefur lýst yfir. Sömuleiðis að markmiðið sé ekki veruleg tekjuöflun fyrir ríkissjóð heldur stöðugleiki í landinu.

Þá verð ég að spyrja um nokkrar aðrar yfirlýsingar. Forsætisráðherra hefur lýst því yfir að ekki komi til greina að eiga viðræður við kröfuhafa eða slitabúin, en hæstv. fjármálaráðherra sendi sérstaka sendinefnd til fundar við þau. Kemur til greina af hálfu hæstv. fjármálaráðherra að eiga í samningaviðræðum við kröfuhafana eða kemur það ekki til greina, eins og forsætisráðherra hefur lýst yfir?

Forsætisráðherra lýsti því líka yfir á síðastliðnu ári að ef ekki næðust nauðasamningar fyrir áramót væri óhjákvæmilegt núna á nýju ári að fara að skoða gjaldþrotaleiðina því að það væri þá að öllum líkindum útséð með að hægt væri að fara nauðasamningaleiðina.

Er hæstv. fjármálaráðherra sammála forsætisráðherra um að nú sé nauðsynlegt að fara að skoða gjaldþrotaleiðina? Er hann sammála forustumönnum Framsóknarflokksins sem hafa tjáð sig um það að í (Forseti hringir.) gjaldþrotaleiðinni sé hægt að greiða allar kröfur í (Forseti hringir.) íslenskum krónum …?