144. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[11:41]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Stöðumælaverðir í 101 Reykjavík eru um tuttugu talsins. Hversu marga náttúruverði ætlar hæstv. ráðherra að ráða til þess að sekta landsmenn fyrir að skoða náttúru landsins? Maður hlýtur að spyrja þeirrar spurningar þegar fyrir hendi er skattur sem heitir gistináttaskattur og atvinnugreinin sjálf bendir á. Það er skattur sem þegar er eftirlit með og er augljóslega einfaldasta leiðin við að afla þeirra fjármuna sem hér þarf að afla.

Hæstv. ráðherra vísaði til þess að þetta væri ekki sérstaklega frumvarp sitt heldur með einhverjum hætti frumvarp ríkisstjórnarinnar allrar, það var ekki annað á hæstv. ráðherra að skilja. Má þá skilja orð ráðherrans þannig að það sé sameiginleg ákvörðun allra ráðherra í ríkisstjórn Íslands að leggja fram þessar tillögur, því að þær eiga augljóslega lítinn stuðning í hópi stjórnarliða að minnsta kosti á þessu stigi?