144. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[15:58]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil byrja á því að taka undir með hv. þingmanni að ég held að það komi fyllilega til greina að rukka fyrir afnot af bílastæðum víðar en í 101. En þekkir hv. þingmaður dæmi þess að eitthvert þjóðríki geri út eftirlitssveitir með því hvort borgarar viðkomandi lands skoða náttúru þess, einhvers konar náttúruvarðsveitir með sektarheimildir sem síðan geti, ef sektirnar eru ekki greiddar, svipt einstaklinga eignum sínum vegna krafna ríkisins um skattheimtu af frjálsri för fólks um almannaeign og náttúruperlur? Eru þess dæmi að menn hafi gengið svo langt í ríkisafskiptum og í því að takmarka frjálsa för einstaklinga um land sitt?