144. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[16:43]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Mér finnst mjög bagalegt að fá ekki almennileg svör við því hversu mikill kostnaður við eftirlitið verður. Mér finnst það mjög bagalegt. Mér finnst mjög bagalegt ekki sé búið að útfæra þetta nánar áður en þetta kemur fyrir þingið.

Mér finnst það ekkert sérstakt fagnaðarefni að gistináttaskatturinn sé afnuminn, ég er ekkert endilega hlynnt því að hann verði afnuminn. Mér finnst eðlilegt, svo að ég segi það enn og aftur, að við búum til afmarkaðan stofn á fjárlögum til uppbyggingar á náttúruperlum landsins, fyrir Íslendinga, þá sem búa hér og hafa borgað fyrir þetta nú þegar með sköttum sínum. Þetta er eitt af því sem ég er mjög sátt við að borga skatta fyrir. En því miður eru skattarnir mínir ekki notaðir í það. Ég vil að sköttunum mínum sé varið í þetta. En á meðan við búum við þannig fjárlög að við höfum ekkert um það að segja hvernig fénu er varið þá fara hlutirnir svona, einhver arfavitleysa er borin á borð hér, trekk í trekk.