144. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[16:47]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, ég vil aftur taka undir með hv. þingmanni, manni svíður þetta. Þetta brýtur í bága við allt það sem maður hefur alist upp við, hvernig það er að búa í landi með ríkulega náttúru sem maður nýtur alltaf á hverjum degi. Hér er verið að ganga á þann rétt manns að mínu mati. Þess vegna langar mig í mínu síðara andvari að taka undir það sem kom fram í orðaskiptum hv. þm. Birgittu Jónsdóttur og hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar um það að líklega sé eina leiðin að geirnegla í stjórnarskrána rétt almennings til að njóta náttúrunnar. Ég held að þar þurfi þetta að koma inn.