144. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[18:16]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (andsvar):

Þá deilum við þeirri skoðun, ég og hv. þingmaður, að við viljum frekari uppbyggingu. En skil ég það rétt að hv. þingmaður vilji frekar skattleggja einstaklinga fyrir að njóta náttúrunnar heldur en að skattleggja fyrirtækin sem starfa í ferðaþjónustunni? Minni ég á það að velta ferðaþjónustufyrirtækja árið 2013 var 283 milljarðar, bara svona til að benda á að þarna eru gríðarlegir tekjumöguleikar.