144. löggjafarþing — 60. fundur,  2. feb. 2015.

viðbrögð Kópavogsbæjar við úrskurði kærunefndar jafnréttismála.

[15:29]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég tek algjörlega undir þetta. Þetta er ótækt. Þarna koma fram mjög skýr skilaboð til atvinnurekandans um að það eigi ekki að leiðrétta á þennan hátt. Það er farið þvert gegn því sem ég tel mjög alvarlegt og nokkuð sem Kópavogsbær verður að fara vel yfir. Ég veit að verkalýðsfélögin eru núna að skoða málið og það þurfa náttúrlega að vera skilaboð til allra atvinnurekenda að þegar það koma leiðbeiningar um hvernig eigi að leiðrétta mismunun af þessu tagi sé farið að þeim leiðbeiningum.