144. löggjafarþing — 60. fundur,  2. feb. 2015.

húsnæðismál Listaháskóla Íslands.

406. mál
[16:39]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. málshefjanda fyrir að vekja máls á þessu máli. Ég hjó eftir því að hæstv. ráðherra sagði að samráðsnefnd hefði ekki lokið störfum. Þegar ég spurði hæstv. ráðherra hér fyrir um ári lá fyrir að samráðsnefndina skorti fé til að ljúka þeirri kostnaðargreiningu sem hún taldi nauðsynlega til að meta þessa tvo kosti. Hæstv. ráðherra sagði þá, ef ég man rétt og ef heimasíða Alþingis svíkur mig ekki, að hann mundi beita sér fyrir því að samráðsnefndin fengi fé til að ljúka greiningunni.

Mig langar því til að spyrja hæstv. ráðherra: Gekk það ekki eftir að samráðsnefndin fengi þá fjármuni, sem voru væntanlega einhverjar milljónir ef ég man rétt, til að ljúka þeirri greiningu? Er það ástæðan fyrir því að hún lauk ekki störfum og lauk því ekki að meta þá tvo kosti sem voru undir, þ.e. Sölvhólsgötureitinn annars vegar og hins vegar Laugarnes?