144. löggjafarþing — 60. fundur,  2. feb. 2015.

jöfnun húshitunarkostnaðar.

383. mál
[17:13]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Um leið og ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þau svör sem hún gaf um að mál um þetta væri væntanlegt vil ég spyrja: Hvar var hv. þingmaður og málshefjandi þegar við ræddum þetta, m.a. við í Vinstri grænum, og kölluðum eftir afstöðu hans til fjármuna er þetta varðaði á síðasta þingi og aftur núna við fjárlagagerðina?

Það er svolítið sérkennilegt að hér skuli koma inn mál frá stjórnarþingmönnum sem snýr fyrst og fremst að fjárframlögum og forgangsröðun núna í byrjun vorþings, en ekki þegar við erum að fjalla um fjárlögin, þar sem það á heima.

Ég segi eins og sagt var áðan: Guð láti gott á vita að þetta verði að veruleika. Við viljum hafa val um búsetu og þetta snýst um að geta gert það. Eins og hv. málshefjandi þekkir mætavel komandi úr (Forseti hringir.) sveit þá kostar mun meira að kynda þar og eiga heima þar. Mér finnst mjög sérkennilegt (Forseti hringir.) að koma með málið inn á þessum tímapunkti en þakka jafnframt fyrir það. (Forseti hringir.) Það ríkir samstaða um málið og það er gott að vita (Forseti hringir.) að ríkisstjórnarflokkarnir (Forseti hringir.) eru þeim megin. (Forseti hringir.)