144. löggjafarþing — 60. fundur,  2. feb. 2015.

jöfnun húshitunarkostnaðar.

383. mál
[17:15]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Það er galli við niðurgreiðslur að þær hvetja til ákveðinnar notkunar. Menn geta ekki náð í styrkinn sinn nema nota rafmagn og það mikið af því. Þannig að þessi leið til styrktar vinnur gegn því að lækka kostnað við húshitun, eins og t.d. með varmadælum og öðru slíku. Ég mundi mikið frekar, og ég hvet hæstv. ráðherra til þess að skoða það, veita hreinlega búsetustyrki á hvern íbúa á köldum svæðum og síðan geta menn ráðið því hvernig þeir nota þá, en þurfa ekki endilega að kaupa rafmagn til að ná í styrkinn.