144. löggjafarþing — 61. fundur,  2. feb. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[17:43]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef þaullesið þessi lög og lagagreinina sem hæstv. ráðherra vísar í gerði ég að umtalsefni hér áðan. Það þarf að vera samningur við Umhverfisstofnun og það er ekki heimilt að gera þetta í ábataskyni, það er alveg skýrt.

En hér gaf hæstv. ráðherra út stórmerkilega og ógnvekjandi yfirlýsingu. Náttúrupassinn á engu að breyta gagnvart lögbrjótunum við Kerið, Dettifoss, Námaskarð, Leirhnjúka. Þessi náttúrupassalög eiga engu að breyta. Það sem þau munu gera, ef þau ná fram að ganga, er að festa í sessi heimildina fyrir landeigendur til að gera íslenskar náttúruperlur sér að féþúfu og það er dapurlegt. (Gripið fram í.) Það mun aldrei ná fram að ganga.