144. löggjafarþing — 61. fundur,  2. feb. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[19:52]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Steinunni Þóru Árnadóttur fyrir góð svör og bregðast við spurningum mínum.

Gistináttagjaldið er sú leið sem er til staðar en aflar engan veginn þeirra tekna sem eru metnar að þurfi til að standa undir uppbyggingu og viðhaldi til framtíðar, þennan milljarð á ári. Ég held að þetta svar dragi fram það flækjustig sem er á þessari leið jafnframt. Það er margt í náttúrupassanum á móti, sem kemur ekki eins sterkt fram í umræðunni, sem hefur líka kosti. Ég held að þessi umræða dragi einmitt fram að engin leið er gallalaus og hversu miklu máli skiptir að við náum sátt, vegna þess að samvinnan á milli hinna ólíku aðila sem standa að baki þjónustunni, sem er þessi eina vara sem ferðamaðurinn sækir og upplifir, er mikilvæg og hvað það skiptir miklu máli að við náum lendingu með þessar leiðir. Það er engin leið gallalaus í þessu. Gistináttagjaldið er vissulega tekjuöflunarleið sem er til staðar.

Sér hv. þingmaður fyrir sér að við förum einhverja blandaðri leið. Getum við séð fyrir okkur þessa náttúrupassaleið sem hluta af þeirri leið?