144. löggjafarþing — 62. fundur,  3. feb. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[14:32]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (andsvar):

Ég þakka andsvarið. Ég hvet ráðherra til þess að sýna þinginu eða atvinnuveganefnd þau gögn sem fullvissa hana um að þessi leið hennar muni ekki auka flækjustigið og sé skilvirkt. Ég segi það enn og aftur að þetta frumvarp gerir mér það ekki bersýnilega ljóst, það gerir það ekki. Ég heyri það í máli annarra þingmanna líka að fólki er það ekki morgunljóst. Ég hvet ráðherrann til þess að koma með gögn sem sýna það.

Annars ég er eiginlega búin að svara ráðherra því sem ég vildi svara.