144. löggjafarþing — 62. fundur,  3. feb. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[14:39]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla nú ekki að eyða tíma hér til að fara yfir mismunandi hugmyndir okkar hv. þingmanns um markaðssetningu eða hvernig neikvæð auglýsing virkar eða hvort Eyjafjallajökull hafi verið neikvæð eða jákvæð auglýsing. Ég held þvert á móti að hún hafi verið á endanum mjög jákvæð. Og kannski erum við hv. þingmaður sammála þar um en förum bara ólíkar leiðir að sömu niðurstöðu.

Verðteygni, hún fylgir verði á — það að fólk vilji fara hvert sem er, ferðast, verðteygnin skiptir þar máli að sjálfsögðu, en það er eins og hv. þingmaður sagði, eftir að fólk hefur valið sér land, held ég. Og ég get alveg verið sammála honum um að skattheimta skiptir þar auðvitað máli, sem sagt á gistingu og komur, og við verðum auðvitað að vanda okkur við það að finna bestu leiðir í þeim efnum.