144. löggjafarþing — 62. fundur,  3. feb. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[15:19]
Horfa

Áslaug María Friðriksdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar aðeins að fara yfir grunninn í frumvarpinu. Þar stendur skýrt að byggt sé á því að almenn sátt sé um gjaldtöku. Þannig að féð er ekki til. Féð er ekki til í ríkissjóði, við ætlum að reyna að fá meira fé en við getum tekið þaðan. Búið er að skoða alls kyns leiðir. Ég get alveg sagt fyrir mig sem sjálfstæðismaður að ef ég ætti ein og sér að búa til frumvarpið þá yrði það örugglega meira í áttina að því sem hv. þm. Sigríður Á. Andersen lýsti hér áðan. Ef slíkt yrði þá þyrfti að borga gjöld á hverjum stað. Gjaldið yrði miklu hærra en það sem við erum að tala um nú. En hér er verið að teygja sig mjög langt í samráðsátt til einmitt ykkar svo það náist almenn sátt. Það er auðvitað það sem við erum að tala um.

Mér finnst einhvern veginn eins og við séum ekki (Forseti hringir.) að ræða neinar lausnir, heldur bara benda sífellt á (Forseti hringir.) það sama aftur og aftur.