144. löggjafarþing — 62. fundur,  3. feb. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[15:22]
Horfa

Áslaug María Friðriksdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, það er ágætt að heyra að það hafi verið reynt að ná einhverjum grunni, það er eins og enginn vilji kannast við það núna.

Hins vegar er annað sem ég skil ekki. Hér er lögð fram málamiðlunartillaga til þess að geta brugðist hratt við, náð inn fé sem við getum ekki náð inn öðruvísi. Við viljum auðvitað að ferðamenn borgi fyrir það sem þeir njóta. Hér sagðist hv. þingmaður rétt áðan samþykkja nytjaregluna, samþykkja það að rétt væri að taka fé af þeim sem njóta. Þannig að við erum sammála því. En hvernig á að gera það? Hér er málamiðlunartillaga. Hvernig á að gera það öðruvísi en lýst er í frumvarpinu? Eru einhverjar aðrar leiðir ef það á að styðjast við nytjaregluna?