144. löggjafarþing — 62. fundur,  3. feb. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[18:52]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er nákvæmlega þess vegna. Ég hef hlustað á umræðuna og ég hef hlustað á rök og þess vegna velti ég þessu upp. Nú hefur bæst aðeins á mælendaskrána og ég ætla að leyfa mér að hlusta á þau rök sem fram koma í málinu áður en ég vísa því til nefndar.

Það er samkvæmt þingsköpum, segir hv. þingmaður — (ÖS: Það ert ekki þú sem átt að vísa þessu til nefndar.) afsakið, það er rétt hjá hv. þingmanni, áður en ég geri tillögu um vísun til nefndar. Það sem ég rakti áðan var að á einn eða annan hátt mætti færa fyrir því rök samkvæmt þingsköpum hvert þetta mál eigi að fara. Ég tek undir að atvinnuveganefnd er sú nefnd sem liggur beinast við. En nú ætla ég að hleypa fleiri sjónarmiðum að.