144. löggjafarþing — 62. fundur,  3. feb. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[18:57]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég hef ítrekað vakið máls á því hversu vanbúið þetta mál er að öllu leyti, en að við skulum nú vera komin þar að það liggi ekki einu sinni fyrir hvert ráðherrann vill vísa málinu, eða að stjórnarliðar yfirleitt hafi komið sér saman um það, eiginlega fyllir mælinn, verð ég að segja. Eins og hér hefur verið bent á hafa margir þingmenn lokið tveimur ræðum þegar ráðherrann opnar nýja umræðu um það að hún vilji hlusta á sjónarmið um það hvert málið eigi að fara. Þetta gefur fullt tilefni til þess að hlé verði gert á umræðunni og stjórnarliðar ráði ráðum sínum um hvað þeir vilja í þessu máli. Innihaldið er á floti, utanumhaldið er í skötulíki og vandræðagangurinn er náttúrlega orðinn þannig að þessi dagur verður skrifaður í sögubækurnar.