144. löggjafarþing — 62. fundur,  3. feb. 2015.

almenn hegningarlög.

470. mál
[22:36]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni aftur fyrir og treysti því að aðrir þingmenn séu jafn áfram um málið og hv. þm. Björt Ólafsdóttir.

Af hverju málið er ekki stjórnarfrumvarp, það getur kannski verið út af því að við hófum undirbúning að þessu á síðasta vori, þeir sem ég las upp áðan og ég var einnig í samvinnu við þáverandi innanríkisráðherra með málið og hún upplýsti mig þá um það að hún hefði falið refsiréttarnefnd að skoða einmitt þetta mál og það er til umfjöllunar þar, en við töldum að það ætti samt ekki að tefja það að þetta mál kæmi fram hér ef það gæti flýtt fyrir málinu eða aukið umfjöllun um það og málsmeðferðina. Þetta er því í vinnslu á báðum stöðum og ég held að það gæti bara hjálpað málinu.