144. löggjafarþing — 63. fundur,  4. feb. 2015.

störf þingsins.

[15:12]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill upplýsa að hann hafði hugsað sér að boða til fundar í þingskapanefnd fljótlega eftir að þingið kemur saman eftir kjördæmaviku. Mjög mikið starf hefur verið unnið starf í þeirri nefnd, eins og hv. þingmaður nefndi, og var á ákveðnum tímapunkti talið nauðsynlegt að fara með þá vinnu í þingflokkana og fá viðbrögð við þeim hugmyndum sem þá var verið að vinna við. Forseti gerir ráð fyrir að það hafi verið gert í öllum þingflokkum og að nefndin geti þá komið betur nestuð með þær athugasemdir og ábendingar sem þar hafa mögulega komið fram.