144. löggjafarþing — 64. fundur,  5. feb. 2015.

kostnaðarmat með frumvörpum.

[10:34]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Þegar stjórnarfrumvörp eru lögð fram fylgir þeim alltaf kostnaðarmat frá fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Alþingi hefur ekki haft aðstöðu til að framkvæma sitt sjálfstæða mat á fjárhagsáhrifum frumvarpa eftir meðhöndlun í nefndum. Eins og hv. þingmanni er hins vegar kunnugt er það jafnan þannig að þegar um er að ræða breytingartillögur sem gerðar eru á vegum nefnda er leitað eftir því að jafnaði í nefndunum að fá upplýsingar um kostnaðarleg áhrif viðkomandi breytinga. Lengra hefur þingið ekki haft aðstöðu til að ganga í þessum efnum.