144. löggjafarþing — 64. fundur,  5. feb. 2015.

TiSA-viðræður og heilbrigðisþjónusta.

[10:49]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Það er margt á huldu í utanríkisráðuneytinu og í utanríkismálum, það er alveg á hreinu; og hefur, held ég, alla tíð verið.

Ég hef ekki verið að grafast mikið ofan í þetta mál, ég skal alveg viðurkenna það. Þetta er í mínum huga ekki neitt forgangsverkefni á sviði heilbrigðismála hér á landi, langur vegur frá. Ég tel að við séum í raun í ágætisfarvegi með áherslur okkar um heilbrigðisþjónustu yfir landamæri með því að leiða í lög þá tilskipun sem unnið er eftir á Evrópska efnahagssvæðinu eða innan Evrópusambandsins.

Ég hef engar forsendur til að tjá mig um og taka afstöðu, úr þessum stóli, til máls sem ég þekki ekki hætishót til. Ég get þar af leiðandi ekki lýst afstöðu til einhverrar tillögu sem ég hef ekki einu sinni barið augum. (Forseti hringir.) En í grundvallaratriðum tel ég okkur í ágætisfarvegi með heilbrigðisþjónustu yfir landamærin og ítreka bara þá skoðun mína.