144. löggjafarþing — 64. fundur,  5. feb. 2015.

félagsþjónusta sveitarfélaga.

416. mál
[13:15]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er algjörlega sammála. Það væri örugglega mjög góð leið því að það er gríðarlega mikilvægt að innan sveitarfélaga sé samræmd stefna um lágmarksviðmið því að þetta getur kostað það að sum sveitarfélög hafi það að stefnu að hrekja fólk út úr sveitarfélögum sínum vegna þess að þau eru með svo lág viðmið. En það hafa náttúrlega verið gefin út lágmarksviðmið af velferðarráðuneytinu um það hvernig eigi að lifa í þessu landi. Við eigum að fara eftir því. Þetta er það. Þar er bara sagt að þetta sé lágmarksviðmiðið til þess að geta lifað mannsæmandi lífi. Þetta á náttúrlega að snúast um það því að alltaf hefur verið vitað að lágmarksframfærsla í sveitarfélögum hefur alltaf verið lág, alltaf.

En við megum passa okkur á því þegar verið er að gera svona reglugerðir eða breyta lögum að stefnan sé samræmd, það er rosalega mikilvægt að það sama gangi yfir alla. Mér finnst það. Annað getur verið niðurlægjandi fyrir bótaþega og þá sem nota þessa þjónustu, það eru skilaboð sem við þurfum að koma í veg fyrir.

Ég er sammála því að það hefði átt að byrja á því að setja einhver viðmið þar sem eru samræmdar reglur á milli allra sveitarfélaga þannig að eitthvert sveitarfélag geti ekki bara ákveðið að hafa þetta svona eða hinsegin. Algjörlega sammála því.