144. löggjafarþing — 64. fundur,  5. feb. 2015.

aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks.

454. mál
[14:45]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er ekki með þær upplýsingar enda erfitt að segja til um það því að sveitarfélögin gerðu þetta með mismunandi hætti. Sum auglýstu möguleikann á því að fá NPA-þjónustu meðan aðrir völdu þá sem þeir töldu að mundu njóta góðs af slíku tilraunaverkefni. Ég get því ekki sagt nákvæmlega núna hvað megi ætla að þetta verði margir. Það hefur líka verið töluverð umræða um það innan verkefnisstjórnarinnar hvernig sé best að ramma af hverjir njóti aðallega góðs af NPA-þjónustunni. Þetta er náttúrlega eins og orðið felur í sér notendastýrð persónuleg aðstoð.

Svo ég komi aftur að fyrri spurningu þingmannsins þá eru margvísleg praktísk úrlausnarefni sem menn hafa verið að vinna úr. (Forseti hringir.) Ég nefndi bara sem dæmi að ágreiningur hefði verið um útfærsluna (Forseti hringir.) sem endaði fyrir dómstólum. Það held ég að verði mikilvægar leiðbeiningar fyrir okkur við lagasetninguna.