144. löggjafarþing — 64. fundur,  5. feb. 2015.

aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks.

454. mál
[16:29]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Fyrst varðandi seinni hluta spurningarinnar þá man ég ekki nákvæmlega hvernig þessu er fyrir komið eða hversu ríkt sjálfdæmi sveitarfélaganna er að þessu leyti. En auðvitað koma 80% af kostnaðinum í gegnum jöfnunarkerfið þannig að það hljóta að vera einhverjar hömlur fyrir því að sveitarfélögin geti ákveðið einhliða að borga með ólíkum hætti milli umdæma.

Varðandi fyrri þátt spurningar hv. þingmanns þá er þetta alveg rétt. Það sem mér finnst svo heillandi við notendastýrða persónulega aðstoð er nákvæmlega sú staðreynd að fólk sem þarf að búa við alvarlega fötlun á ýmislegt betra skilið en þurfa að treysta einhverjum fyrir frumþörfum sínum sem því bara geðjast ekki að og hefur ímugust á að eiga samneyti við. Það eru bara mannréttindi að fá að þola ekki fólk og vilja ráða annað fólk (Forseti hringir.) til þess að sinna grundvallarþörfum sínum.