144. löggjafarþing — 64. fundur,  5. feb. 2015.

aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks.

454. mál
[17:01]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Jú, ég orða það þannig, virðulegi forseti, að ég er hugsi yfir þessu. Ég treysti ráðherranum vissulega og vilja hennar til að afla þess fjár sem hún þarf til að þetta muni allt saman standast, en því miður finnst mér dæmin hafa sýnt og sýni enn að ríkisstjórnin, og það má ýmislegt um hana segja, sé ekki mjög félagslega þenkjandi. Það held ég ekki. (Gripið fram í: Er hægri stjórn.) Ha? Hún er ekki mjög félagslega þenkjandi, en hún gerir alls konar hluti. Þess vegna sagði ég þetta einmitt, að það væri ánægjulegt ef hæstv. ráðherra kæmi á næstu dögum hafandi lagt fram þetta frumvarp og gæti — eða fulltrúar ráðuneytisins í starfinu í nefndunum — staðfest það að ríkisstjórnin ætlaði að veita þær 85 millj. kr. sem sagt er að vanti hérna til þess að samningsfjöldinn verði sá sami árið 2016 og hann er áætlaður árið 2015. Það væri gott mál.