144. löggjafarþing — 64. fundur,  5. feb. 2015.

aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks.

454. mál
[18:40]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Guðbjarti Hannessyni fyrir spurningarnar. Sú fyrri laut að tímamörkunum þar sem við erum að ræða þessi lög um notendastýrða persónulega aðstoð og frestunina til 2016, þ.e. hvort við munum vera með þann frest í huga varðandi endurskoðun laganna, félagsþjónustulaganna og laga um málefni fatlaðra. Nei, síður en svo, í hópnum hefur það komið fram að við teljum okkur geta verið með drög að frumvarpi á miðju þessu ári. Það er markmið. Það er mjög hollt fyrir alla hópa sem vinna slík verkefni að setja sér markmið, en ég tek það fram að nú er ég bara að segja frá því sem hefur verið til umræðu í hópnum og þeim markmiðum sem við leggjum upp með.

Eins og hv. þingmaður kom inn á þá er það áhugavert verkefni gagnvart réttindum að sameina lög í ein heildstæð lög og eftirsóknarvert að ná því en um leið erum við að tala um eðlisólíka löggjöf. Þetta verður að því leytinu til vandasamt.

Við stefnum að því að vera búin að þessu fyrr.