144. löggjafarþing — 64. fundur,  5. feb. 2015.

aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks.

454. mál
[19:29]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek undir það. Ég held einmitt að félagasamtök í þessu samhengi gætu verið mjög góður kostur og vona að það verði skoðað. Það verður fróðlegt í 2. umr. þegar umsagnirnar verða komnar og málið hefur farið til meðferðar í nefnd. Það verður gaman að taka þá meiri þátt í umræðunni.

Mig langar líka að nota tækifærið og þakka hæstv. ráðherra fyrir að framlengja samninginn um tvö ár. Ég hvet hæstv. ráðherra frekar til dáða þannig að við tryggjum þetta í sessi um ókomna framtíð á meðan notendur vilja þiggja þjónustuna. Einblínum ekki á kostnaðinn þegar við vitum ekki einu sinni hvort þetta verður raunverulega svona dýrt þegar upp er staðið.