144. löggjafarþing — 67. fundur,  17. feb. 2015.

sjúkratryggingar.

242. mál
[14:09]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér er lögð fram breytingartillaga í mínu nafni en hún er í raun og veru frá nefndinni. Þetta er orðalagsbreyting sem ég ætla að segja í hverju felst. Frumvarpið er um flóttamenn sem stjórnvöld hafa veitt hæli og einstaklinga sem dveljast hér samkvæmt dvalarleyfi. Orðalagið „dveljast hér samkvæmt“ verður „hafa“, og sömu orð í viðtengingarhætti síðar verða „hafi“. Þetta er ekki efnisbreyting á breytingartillögunni heldur orðalagsbreyting og hefur enga þýðingu fyrir annað en að þetta fer betur í málinu.