144. löggjafarþing — 67. fundur,  17. feb. 2015.

handtaka og afhending manna til og frá Íslandi á grundvelli handtökuskipunar.

463. mál
[14:20]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Bara svo að ég skilji þetta rétt: Meginreglan, sem hæstv. ráðherra nefnir, er sú að ekki skuli framselja — afhenda, það er verið að breyta þessu — íslenska ríkisborgara til annarra ríkja, en frá þessari meginreglu megi víkja. Er það rétt skilið hjá mér? Ef svo er, þ.e. ef víkja má frá þessu — hæstv. ráðherra og aðstoðarmenn hrista hausinn, það má ekki víkja frá þessu.

Það er rétt skilið hjá mér að ef þessi lög verða samþykkt þá má ekki víkja frá því, íslenskir ríkisborgarar verða ekki framseldir til annarra ríkja á grundvelli þessara laga?