144. löggjafarþing — 67. fundur,  17. feb. 2015.

farmflutningar á landi.

503. mál
[16:03]
Horfa

innanríkisráðherra (Ólöf Nordal) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Verið er að fjalla um atriði sem við hv. þingmaður þurftum — að minnsta kosti þurfti ég að fletta því upp þegar ég byrjaði að vinna með frumvarpið hvað tuk-tuk bílar væru. Þarna er um það að ræða að ekki er heimilt að vera með ökutæki hér á landi sem mundi uppfylla skilyrðið „ökutæki“ nema um það gildi einhverjar reglur. Ef ég skil spurninguna rétt, því að ég var að blaða í frumvarpinu á sama tíma, er hv. þingmaður að spyrja hvort ég telji að það megi vera algjörlega frjálst, ekki satt? Ég skil það þannig að kveða þurfi á um það í frumvarpinu, ég skil það þannig. En ég þyrfti þá kannski að kanna það endanlega nánar. Þetta er ekki alveg það sama og þegar við erum að tala um reiðhjól, af því að þetta er ökutæki.