144. löggjafarþing — 67. fundur,  17. feb. 2015.

meðferð einkamála.

462. mál
[19:27]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Unnur Brá Konráðsdóttir) (S):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um meðferð einkamála. Þetta mál er flutt af meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar og það er einfalt.

Í því felst að í stað dagsetningarinnar „1. janúar 2015“ í 2. gr. laganna komi: 1. janúar 2016.

Þetta mál skýrir sig sjálft og hér er einfaldlega um að ræða að framlengja gildistöku ákvæðisins.