144. löggjafarþing — 68. fundur,  18. feb. 2015.

lokafjárlög 2013.

528. mál
[17:15]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að þetta sé ekki atriði sem sé tilefni til mikils ágreinings. Það kemur einskiptistekjufærsla upp á á þriðja tug milljarða sem veldur því að afkoma ársins í heild er nálægt því að vera í jafnvægi en er þó í minni háttar halla, sem er að sjálfsögðu jákvætt eins og ég vék að áðan. Þar var um að ræða einskiptistekjur sem voru færðar í ríkisreikning í framhaldi af því að Landsbankinn afhenti slitabúi gamla bankans skuldabréf og á móti kom afhending á hlutabréfum til ríkissjóðs sem engin greiðsla kom fyrir og þess vegna þessi stóra tekjufærsla.