144. löggjafarþing — 69. fundur,  24. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[16:31]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður kallaði eftir því hver áform atvinnuveganefndar væru með málið. Ég get upplýst hann um það að ég hef kallað eftir því að málið komi inn á milli 2. og 3. umr. til þess að ræða tillögur Sambands íslenskra sveitarfélaga sem okkur hafa borist og koma fram í mjög góðri umsögn þeirra sem er allt í senn uppbyggileg, lausnamiðuð og kurteis. Fólk er virkilega að reyna að finna út úr málunum með okkur. Ég held að við í hv. nefnd höfum ekki gefið okkur nægan tíma til þess að laga þá galla sem því miður eru á frumvarpinu. Það efast enginn um mikilvægi þess að leggja fram kerfisáætlun en það er ekki sama hvernig það er gert og við þurfum að vanda okkur betur. Þess vegna kemur málið inn til nefndar á milli 2. og 3. umr., vænti ég.