144. löggjafarþing — 69. fundur,  24. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[18:22]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Á þeim tíma sem ég hef verið hér hef ég áttað mig á því að þegar menn vilja að eitthvað sé óskýrt, það sé kannski ekki alveg í þeim anda sem þeir vonuðust eftir, þá skilja þeir ekki og vilja fá nánari skýringar jafnvel þótt það sé nokkuð skýrt. Ég skal bara fara yfir þetta.

Þetta er þannig að atvinnuveganefnd óskar eftir áliti. Við gefum okkar álit á frumvarpinu og segjum að tryggja þurfi að kæruheimild sé skýr. Ég sagði áðan að mér sýndist á öllu þrátt fyrir okkar nefndarálit að atvinnuveganefnd hefði gert þó nokkuð góða bragarbót þar á og leyfði mér að vísa í ágæt orð hv. þm. Þorsteins Sæmundssonar.

Ég held að öllum þingmönnum sé hollt að bíða með stórar yfirlýsingar (Forseti hringir.) og leyfa atvinnuveganefnd að taka málið aftur inn á milli 2. og 3. umr. og sjá hvaða (Forseti hringir.) breytingar verði gerðar ef þá nokkrar (Forseti hringir.) eftir þessa umræðu.