144. löggjafarþing — 69. fundur,  24. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[21:07]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mig langar til þess að þakka hv. þingmanni fyrir ágæta ræðu og spyrja um leið um efnisatriði sem kemur fram í umsögn Skipulagsstofnunar við þetta mál þar sem vísað er til þess að kerfisáætlun sé um margt ekki ólík samgönguáætlun varðandi eðli og inntak, og hv. þingmaður kom aðeins inn á það í ræðu sinni, þ.e. að um sé að ræða áætlun á landsvísu um grunnkerfi línulegra innviða. Í umsögn Skipulagsstofnunar segir, með leyfi forseta:

„Þó er sá munur á að samgönguáætlun er afgreidd sem þingsályktun frá Alþingi, en samkvæmt frumvarpinu verður kerfisáætlun afgreidd af stjórnsýslustofnun án aðkomu kjörinna fulltrúa. Það kann að vekja spurningar um það hversu eðlilegt það er að gera sveitarstjórnum fortakslaust skylt að taka upp þau verkefni sem tilgreind eru í kerfisáætlun, þ.e. gagnvart spurningum um lýðræðislegt umboð og ábyrgð á ákvörðunum um legu og gerð innviða.“

Er þetta ekki býsna alvarlega athugasemd við löggjöfina sem hér er gerð af hálfu Skipulagsstofnunar? Mig langar að spyrja hv. þingmann út í það.