144. löggjafarþing — 69. fundur,  24. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[22:25]
Horfa

Frsm. minni hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Hingað kom áðan hv. formaður atvinnuveganefndar. Allir reiknuðu auðvitað með að hann væri að koma til að bera klæði á vopnin, en því miður var það ekki svo. Þvert á móti gaf hann í skyn að innan atvinnuveganefndar hefði ríkt mikil sátt um þetta mál og að sú sem hér stendur hefði gefið í skyn að hún þyrfti að bera það kurteislega undir sinn þingflokk hvort hún ætti að vera með á þessu máli. Ég frábið mér svona umræðu úr ræðustól Alþingis og bið hv. formann atvinnuveganefndar að sýna samþingmönnum sínum og þeirra skoðunum meiri virðingu en þetta.

Að sjálfsögðu hef ég álit á þessu máli. Ég vil vinna lýðræðislega og ræða það innan míns þingflokks, en það var aldrei ætlunin að vera með á nefndaráliti (Forseti hringir.) meiri hluta atvinnuveganefndar.