144. löggjafarþing — 69. fundur,  24. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[23:28]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti lítur svo á að hv. þingmaður sé að vísa til þeirrar greinar þar sem kveðið er á um að ekki skuli vitna til orða sem falla á lokuðum nefndarfundi (SSv: 19. gr.) nema með leyfi viðkomandi, það liggur fyrir. Forseti hefur hins vegar ekki áður talið ástæðu til þess sérstaklega að víkja að þeirri grein þó að það hafi hent í umræðum í þinginu og raunar utan þings líka að vísað hafi verið til ummæla sem fallið hafa á slíkum þingfundi.

Forseti vill eingöngu í þessu sambandi vísa til þessarar greinar þingskapalaga.