144. löggjafarþing — 69. fundur,  24. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[23:36]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti kann ekki mjög vel að meta þegar verið er að reyna að snúa út úr orðum hans. Forseti var eingöngu að vekja athygli á því að það hefur komið fyrir oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að vitnað hefur verið með beinum hætti í ummæli manna af nefndafundum án þess að forseti tæki það beinlínis upp af forsetastóli. Forseti hefur hins vegar ýmis önnur úrræði til að beita þegar um það er að ræða að ekki er farið fyllilega að þingsköpum. Það er í sjálfu sér ekki eina úrræðið að taka þau mál upp af forsetastóli eins og hv. þingmenn eiga auðvitað að vita. Það var það sem forseti var að víkja að í athugasemd sinni hér áðan.