144. löggjafarþing — 70. fundur,  25. feb. 2015.

vextir og verðtrygging o.fl.

561. mál
[16:55]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Það er fyllilega málefnalegt að velta því upp hvort við eigum að skrifa reglurnar út í lögunum eða að eftirláta Seðlabankanum eins og 3. gr. gerir ráð fyrir, og ráðherra eins og 5. gr. gerir ráð fyrir, að setja reglurnar og útfæra þær nánar í anda laganna.

Hér er lagt upp með þetta fyrirkomulag og til eru drög og hugmyndir sem mér finnst sjálfsagt að séu kynntar fyrir nefndinni þannig að menn séu þá betur upplýstir og það mundi þýða vandaðri málsmeðferð málsins í gegnum þingið. Það er sjálfsagt að taka þá umræðu og fá sjónarmið fram í nefndinni um þær hugmyndir sem eru þegar komnar upp á borð í fjármálaráðuneytinu og eins hefur verið unnið töluvert í þessu hjá Seðlabankanum.